Tesla ætlar að segja upp mörg hundruð manns til viðbótar við þann hóp sem nýlega var sagt upp hjá fyrirtækinu.
Með þessu vill bílaframleiðandinn skera niður kostnað í sífellt harðari markaði rafbíla í heiminum, að því er bandarískir fjölmiðlar greina frá.
Í síðasta mánuði ákvað Tesla, fyrirtæki Elons Musk, að segja upp meira en 10% af 140 þúsund starfsmönnum sínum.
Til viðbótar verða núna tvær deildir lagðar niður og flestum starfsmönnum þeirra sagt upp, að sögn vefmiðilsins Information.