Þrír særðust í hnífaárás í skóla

Lögreglan í London að störfum.
Lögreglan í London að störfum. AFP/Adrian Dennis

17 ára piltur var handtekinn í morgun fyrir morðtilraun eftir að þrjár manneskjur voru stungnar, að því er talið er, í skóla í norðurhluta Englands, að sögn bresku lögreglunnar.

Nokkrir dagar eru liðnir síðan svipuð árás var gerð í Wales.

Pilturinn var handtekinn eftir að fregnir bárust um að þrír hefðu særst í Birley-menntaskólanum í borginni Sheffield í norðurhluta Englands, sagði lögreglan.

Lögreglunni hafði borist tilkynning um að beittur hlutur hefði verið notaður.

Tveir fullorðnir einstaklingar fengu aðhlynningu á staðnum vegna minniháttar meiðsla. Barn hlaut einnig aðhlynningu eftir að ráðist var á það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert