Loftslagsdómurinn út í loftið

Baudenbacher var forseti EFTA-dómstólsins 2003-2017. Hann er fæddur í Sviss …
Baudenbacher var forseti EFTA-dómstólsins 2003-2017. Hann er fæddur í Sviss og verður 77 ára í haust. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) í Strassborg kvað upp þann dóm 9. apríl síðastliðinn að svissneska ríkið hefði brotið gegn rétti kvenna með því að vernda þær ekki nógsamlega fyrir miklum hitum, sem rekja mætti til hlýnunar af mannavöldum.

Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, þekkir sem Svisslendingur vel til málsins.

Spurður á hve lagalega traustum grunni dómurinn var felldur kveðst Baudenbacher vera honum ósammála.

„Ég tel að dómurinn sé rangur. MDE hefur fundið upp grundvallarréttindi sem hvergi er getið um í Mannréttindasáttmálanum. Tekið undir að eldri konur séu fórnarlömb, jafnvel þótt lífslíkur kvenna í Sviss séu umtalsvert hærri en karla. Fyrrverandi forseti hæstaréttar í Sviss benti svo á að dómurinn höfðaði til vissra gilda en segði ekki til um hvernig á að framfylgja þeim.“

Mun dómurinn setja fordæmi?

„Tíminn mun leiða það í ljós.“

Fær ekki hljómgrunn

Hvaða áhrif mun hann hafa í Sviss? Hefur hann einhver raunveruleg áhrif á stefnu stjórnvalda?

„Dómnum var ekki vel tekið af meirihlutanum í Sviss. Jafnvel hófsöm dagblöð hafa lýst honum sem „fráleitum“. Sú staðreynd að ríki sem er aðeins með minniháttar framlag, ef þá nokkuð, til loftslagsbreytinga skuli vera gert að skotspæni alþjóðlega þykir vera úr hófi. En vinstrimenn og græningjar munu auðvitað gera alls kyns kröfur. Þeir kunna, eftir allt, að eyða fé sem aðrir hafa aflað.“

Áttu von á því að dómurinn muni leiða til annarra lögsókna fyrir öðrum dómstólum í Sviss?

„Markmiðið er augljóslega að opna flóðgáttirnar, ef ekki aðeins í Sviss þá einnig víðar. Sviss er með beint lýðræði. Árið 2021 hafnaði almenningur lagasetningu um koldíoxíð. Samkvæmt skilningi Svisslendinga þarf alþjóðlegur dómstóll ekki að beita sér hér. En til eru aðrir alþjóðlegir dómstólar sem kunna að vera móttækilegir fyrir nálgun dómsins í Strassborg.

Hinn 9. janúar 2023 óskuðu, svo að dæmi sé tekið, utanríkisráðherrar Síle og Kólumbíu eftir ráðgefandi áliti frá mannréttindadómstóli í Suður-Ameríku (IACtHR) varðandi umfang opinberra skuldbindinga vegna viðbragða við „neyðarástandi í loftslagsmálum“, samkvæmt alþjóðlegum mannréttindalögum og, ekki síst, sáttmála Bandaríkjanna um verndun mannréttinda (e. American Convention on Human Rights).“

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert