Áfram borgarstjóri Lundúna: Mikill ósigur Íhaldsmanna

Sadiq Khan á kjörfundi í Lundúnum í dag.
Sadiq Khan á kjörfundi í Lundúnum í dag. AFP

Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, tryggði sér í dag sitt þriðja kjörtímabil í embættinu fyrir hönd Verkamannaflokksins.

Kosningasigur Khan þykir á sama tíma mikill ósigur fyrir Íhaldsflokkinn, sem hlaut sína verstu útreið á síðari tímum í kosningum til sveitarstjórna sem haldnar voru í dag.

Khan, sem er 53 ára að aldri, sigraði keppinaut sinn Susan Hall nokkuð auðveldlega og slökkti um leið gjörsamlega í þegar bornum vonum Íhaldsmanna um að ná völdum í höfuðborginni undan Verkamannaflokknum, sem hefur stýrt henni frá árinu 2016.

Á eftir frjálslyndum demókrötum

Íhaldsflokkurinn hlaut á endanum þriðja mesta fjölda sæta í sveitarstjórnum Bretlands, á eftir Verkamannaflokknum og svo frjálslyndum demókrötum.

Verkamannaflokkurinn náði meðal annars sveitarstjórnarsætum sem hann hefur ekki haft tök á í fleiri áratugi, auk þess sem Íhaldsflokkurinn beið ósigur á lykilsvæðum á borð við Manchester, Liverpool og Jórvíkurskíri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert