Fordæma ákvörðun um að banna Al Jazeera í Ísrael

Frá skrifstofum Al Jazeera í Jerúsalem.
Frá skrifstofum Al Jazeera í Jerúsalem. AFP/Ahmad Gharabli

Katarski fjölmiðillinn Al Jazeera fordæmdi ákvörðun Ísraelsstjórnar að banna miðilinn vegna umfjöllun hans á stríðinu á Gasa. 

„Við fordæmum þetta glæpsamlega athæfi Ísraela sem brýtur í bága við þau mannréttindi sem felast í því að hafa aðgang að upplýsingum,“ sagði í yfirlýsingu Al Jazeera á X. 

Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­el, greindi frá því fyrr í dag að ríkisstjórnin hafi ákveðið einróma að banna miðilinn. 

Shlomo Karhi, samskiptaráðherra Ísraels, sagði í yfirlýsingu að hann hefði gefið skipun þess efnis að loka ætti miðlinum, gera búnað hans upptækan og takmarka aðgang að vefsíðum Al Jazeera.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert