Loka landamærum að Gasa eftir árás

Kerem Shalom-landamærinn.
Kerem Shalom-landamærinn. AFP

Ísraelsher hefur lokað Kerem Shalom-landamærunum að Suður-Gasa eftir að tíu eldflaugum var skotið að landamærunum. 

Að minnsta kosti tíu manns særðust að sögn ísraelskra miðla. 

Árásin var gerð skömmu eftir að Ísraelsstjórn hafnaði vopnahléstillögum hryðjuverkasamtakanna Hamas. 

BBC greinir frá því að aðaldeilumálið virðist vera hvort vopnahléið eigi að vera varanlegt. Hamas vill frið um ókomna tíð á meðan Benjamín Netanjahú telur að slíku fylgi stórsigur fyrir samtökin.

Hann hefur ítrekað heitið því að útrýma Hamas. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert