Ísraelsher segist hafa tekið stjórnina á svæði Palestínumanna við landamærin í borginni Rafah á milli Gasasvæðisins og Egyptalands.
„Núna, þegar þetta er að gerast, höfum við náð stjórn vegna aðgerða á Gasa-hliðinni við landamærin í Rafah og hermenn eru á ferð um svæðið til að finna fleiri innviði hryðjuverkamanna,” sagði herinn.
„Við erum aðeins að tala um Gasa-hliðina við landamærin í Rafah.”
Herinn sagði að þetta væri „mjög hnitmiðuð aðgerð og hefur takmarkað umfang gegn ákveðnum skotmörkum” á austurhluta Rafah.
Síðan aðgerðin hófst í austurhluta Rafah hefur herinn drepið 20 vígamenn, að sögn hersins.