Kallaði Pútín „lygara, þjóf og morðingja“

Yulia Navalnía.
Yulia Navalnía. AFP/Lukas Barth

Rússneski stjórnarandstæðingurinn Yulia Navalnía kallaði Vladimír Pútín Rússlandsforseta „lygara, þjóf og morðingja” áður en hann sór embættiseið í fimmta sinn í morgun.

Navalnía hefur heitið því að halda áfram starfi eiginmanns síns Alexei Navalní, helsta andstæðings Pútíns, sem lést í fangelsi í febrúar.

„Landinu okkar er stjórnað af lygara, þjófi og morðingja. En þessu mun tvímælalaust ljúka,” sagði Navalnía, sem er í útlegð, í myndbandsávarpi.

Pútín.
Pútín. AFP/Valery Sharifulin.

Hún sagði síðasta kjörtímabil Pútíns hafa einkennst af „stríði sem er blóðugt og tilgangslaust” í Úkraínu og pólitískri kúgun í Rússlandi.

„Þó nokkur hundruð pólitískra fanga þurfa að dúsa í fangelsi í Rússlandi við ómannúðlegar aðstæður,” sagði hún. „Ný mál koma upp á hverjum einasta degi.”  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert