Mótmæli í Tel Aviv: „Bindið enda á þetta stríð“

Fjöldi Ísraelsmanna mótmælti í Tel Aviv í nótt eftir að ísraelsk stjórnvöld höfnuðu tillögu að vopnahléi á Gasaströndinni. Mótmælendur kröfðust þess að Benjamín Netanjahú forsætisráðherra beitti sér fyrir fyrir lausn gíslanna sem eru enn í haldi Hamas.

„Bindið enda á þetta stríð. Bjargið öllum gíslunum. Bindið enda á þennan hrylling og skilið ástvinum okkar heim,“ sagði Yehuda Cohen við AFP en hryðjuverkamenn úr röðum Hamas tóku son hennar, Nimrod Cohden, í gíslingu.

Blóðugasta stríð í sögu Gasatrandarinnar stendur enn yfir en það hófst með fordæmalausri árás Hamas þann 7. október, þar sem um 250 voru teknir í gíslingu og 1.170 manns voru drepnir, óbreyttir borgarar að mestu, samkvæmt talningu AFP sem byggir á tölum frá Ísrael.

Ísrael gerir ráð að um 128 gíslar séu látnir, af þeim 250 sem voru teknir í hald þann 7. október.

Ísraelsk stjórnvöld hafa heitið því að útrýma Hamas og hefur Ísraelsher drepið um 34.735 manns að sögn heilbrigðisyfirvalda á Gasaströndinni.

Mótmælt í Tel Aviv í gær.
Mótmælt í Tel Aviv í gær. AFP
Til kasta kom á milli lögreglu og mótmælenda, sem kröfðust …
Til kasta kom á milli lögreglu og mótmælenda, sem kröfðust þess að stjórnvöld beittu sér fyrir lausn gíslanna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert