Swinney nýr forsætisráðherra Skotlands

John Swinney, nýr forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar.
John Swinney, nýr forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar. AFP/Andy Buchanan

Skoska þingið hefur samþykkt John Swinney sem forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar. Swinney tók við formennsku skoska Þjóðarflokksins (SNP) í dag.

Swinney leiddi skoska Þjóðarflokkinn á árunum 2000-2004, sem þá var í stjórnarandstöðu.

Sagði af sér eftir ár í embætti

Humza Yousaf, fyrrverandi forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, sagði af sér í lok apríl eftir rúmt ár í embætti.

Atkvæðagreiðslur um tvær vantrauststillögur gegn honum höfðu verið boðaðar í skoska þinginu í kjölfar þess að Skoski þjóðarflokkurinn, SNP, sleit ríkisstjórnarsamstarfi við Græningja.

Yousaf tók við embætti forsætisráðherra og leiðtoga SNP af Nicolu Sturgeon á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka