Swinney nýr forsætisráðherra Skotlands

John Swinney, nýr forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar.
John Swinney, nýr forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar. AFP/Andy Buchanan

Skoska þingið hef­ur samþykkt John Sw­inn­ey sem for­sæt­is­ráðherra skosku heima­stjórn­ar­inn­ar. Sw­inn­ey tók við for­mennsku skoska Þjóðarflokks­ins (SNP) í dag.

Sw­inn­ey leiddi skoska Þjóðarflokk­inn á ár­un­um 2000-2004, sem þá var í stjórn­ar­and­stöðu.

Sagði af sér eft­ir ár í embætti

Humza Yousaf, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra skosku heima­stjórn­ar­inn­ar, sagði af sér í lok apríl eft­ir rúmt ár í embætti.

At­kvæðagreiðslur um tvær van­traust­stil­lög­ur gegn hon­um höfðu verið boðaðar í skoska þing­inu í kjöl­far þess að Skoski þjóðarflokk­ur­inn, SNP, sleit rík­is­stjórn­ar­sam­starfi við Græn­ingja.

Yousaf tók við embætti for­sæt­is­ráðherra og leiðtoga SNP af Nicolu Stur­geon á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert