Fullkomin óvissa ríkir nú meðal Palestínumanna í Rafah á Gasasvæðinu eftir að það sem talið hafði verið nær öruggur samningur um vopnahlé milli Ísraels og Hamas-samtakanna varð ekki að veruleika í gær. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels lýsti því yfir að ríkisstjórn hans gæti ekki fallist á samkomulag sem Hamas-liðar höfðu áður samþykkt.
Síðdegis í gær lýsti Ísraelsher því yfir að fyrirhugaðar loftárásir á Hamas-liða í Rafah væru áfram á áætlun og hóf takmarkaðar árásir. Haft var eftir bandarískum embættismönnum í gær að þeir hefðu áhyggjur af árásunum en engu að síður litu þær ekki út fyrir að vera stór hernaðaraðgerð.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.