Biden stöðvar vopnasendingar

Biden kveðst hafa í hyggju að stöðva vopnasendingar til Ísraels.
Biden kveðst hafa í hyggju að stöðva vopnasendingar til Ísraels. AFP

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti lýsti því yfir í fyrsta sinn í gær að hann hefði í hyggju að stöðva send­ing­ar banda­rískra vopna­birgða til Ísra­els, al­menn­ir borg­ara hefðu fallið vegna notk­un­ar vopn­anna á Gasa­svæðinu og ómögu­legt væri að segja til um hvort Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, fyr­ir­skipaði stór­sókn að Rafah-borg.

„Borg­ar­ar hafa verið felld­ir í Gasa í loft­árás­um og með öðrum hætti þegar sótt er að þétt­byggðum svæðum,“ sagði for­set­inn í viðtali við sjón­varps­stöðina CNN þar sem rætt var um tæp­lega eins tonns þung­ar sprengj­ur sem Banda­ríkja­menn sendu til Ísra­els í síðustu viku.

Vatna­skil í átök­um

„Ég gerði það al­veg ljóst að ef þeir færu inn í Rafah – þeir hafa ekki farið þangað enn – ætlaði ég ekki að senda þangað vopn sem í sög­unni hafa verið notuð gegn Rafah, gegn öðrum borg­um,“ sagði Biden enn frem­ur.

Yf­ir­lýs­ing for­set­ans um að hann væri þess al­bú­inn að setja skil­yrði um vopna­af­hend­ing­ar til Ísra­els mark­ar viss vatna­skil í átök­um Ísra­ela og Palestínu­manna og má túlka um­mæli hans um að banda­rísk­um sprengj­um væri beitt til að drepa al­menna borg­ara á Gasa sem staðfest­ingu á þátt­töku Banda­ríkja­manna í átök­un­um.

CNN

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert