Ramon Fonseca látinn

Fon­seca var stofn­andi lögmannastofunnar Mossack Fon­seca.
Fon­seca var stofn­andi lögmannastofunnar Mossack Fon­seca. AFP

Ramon Fon­seca, sem öðlaðist heims­frægð í hneyksl­is­mál­inu tengdu Pana­maskjöl­un­um, er látinn 71 árs að aldri.

Fon­seca, sem var annar tveggja stofn­enda lögmannastofunnar Mossack Fon­seca, féll frá í nótt á spítala í Panamaborg. Lögmaður hans segir við AFP-fréttaveituna að hann hafi átt við veikindi að stríða um hríð og hafi þeirra vegna meðal annars ekki mætt fyrir dóm í apríl.

Gögnunum lekið árið 2016

Gögnum var lekið úr Mossack Fonseca árið 2016. Þannig komst upp um fjöl­marga viðskiptavini Mossack Fon­seca sem nýttu sér af­l­ands­fé­lög til þess að fela fjár­muni sína.

Meðal þeirra sem koma fyr­ir í skjöl­un­um eru Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, sem þá var for­sæt­is­ráðherra, Dav­id Ca­meron, sem þá var for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, arg­entínski knattspyrnumaður­inn Li­o­nel Messi og margir aðrir.

Afleiðingar lekans hafa verið mismunandi fyrir þá sem nýttu sér af­l­ands­fé­lögin, en eins og þekkt er hrökklaðist Sigmund­ur úr embætti for­sæt­is­ráðherra vegna máls­ins og þá var Messi fund­inn sek­ur um skattsvik á Spáni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert