Réðust inn í Rafah þrátt fyrir varnaðarorð Bidens

Ísraelsmenn halda því fram að síðustu vígasveitir Hamas-hryðjuverkamanna seú til …
Ísraelsmenn halda því fram að síðustu vígasveitir Hamas-hryðjuverkamanna seú til húsa í Rafah. AFP

Reyk lagði yfir austurhluta Rafah á Gasaströndinni í morgun í kjölfar árása Ísraelsmanna. Joe Biden Bandaríkjaforseti hafði heitið því að hindra vopnaflutninga til Ísraels ef Ísraelsher gerði allsherjarárás á borgina.

Biden sagði í viðtali við CNN í gær að hann myndi hindra sumar vopnasendingar til Ísraelsmanna ef þeir fylgdu hótunum sínum eftir um að ráðast inn í Rafah.

Viðvörun Bidens til Ísraelsmanna er sú strangasta hingað til en ísraelsk stjórnvöld sögðu yfirlýsingu hans vera mikil vonbrigði.

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP

80 þúsund flúið Rafah

Ísraelar hafa þegar mótmælt tilmælum frá alþjóðasamfélaginu og sent skriðdreka í austurhluta Rafah, þar sem þeir segja að síðustu vígasveitir Hamas-hryðjuverkamanna séu til húsa.

80 þúsund manns hafa flúið Rafah á síðustu þremur dögum, að sögn UNRWA, í kjölfar þess að Ísrael jók sókn sína á borgina.

Þá segja heilbrigðisyfirvöld í Gasa, sem stjórnað er af Hamas, að í það minnsta 34.904 hafi fallið í árásum Ísraels á Gasa frá upphafi stríðs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert