Stórt kórónugos hófst í dag í sólinni með tilheyrandi sólstormi, og er óttast að sólstorminum geti fylgt margvíslegar truflanir á gervihnöttum, GPS-kerfum og raforkuneti næstu daga.
Bandaríska veðurstofan sendi frá sér í gær, fimmtudag, viðvörun um alvarlegan sólstorm, G4, en það er næstmesta viðvörunarstig sólstorma vestanhafs. Gert er ráð fyrir að fjögur stór kórónugos muni eiga sér stað næstu daga til viðbótar við það sem hófst í dag.
Sólvirkni er nú nánast í hámarki, en hún gengur í bylgjum sem ná til um ellefu ára í senn. Fylgifiskur hennar eru norðurljósin, en þau sjást nú einstaklega vel víða um Evrópu, og mun sunnar en venjulega. Hér má sjá vefmyndavélar vítt og breitt um Evrópu.
Holy cow, most of Europe is glowing pink right now under the aurora! https://t.co/phrkeLXflc pic.twitter.com/Mp03JaiQ9i
— Alex Spahn 🌋🌪️☄️ (@spahn711) May 10, 2024
Þannig hafa norðurljósin t.d. sést í Vínarborg og í Sviss, og eru þau skærbleik á litinn.
Es ist sehr schön! Wer hat die besten Pics von den Polarlichtern.... Please post. https://t.co/MZrCpYffNX
— Stadt Wien (@Stadt_Wien) May 10, 2024
Breski eðlisfræðingurinn Brian Cox hefur svo birt myndir af næturhimninum á twittersíðu sinni.
More from Surrey pic.twitter.com/ym2URq0MWg
— Brian Cox (@ProfBrianCox) May 10, 2024
Fylgifiskur norðurljósanna eru suðurljósin, Aurora Australis, og sjást þau einnig vel.
Also #AuroraAustralis in #Ushuaia 🤯 pic.twitter.com/RntTCNq0wC
— Ezequiel Ferrero (@ezeferrero) May 10, 2024