Skaut tvo lögreglumenn á lögreglustöð

Atvikið átti sér stað í úthverfi Parísarborgar.
Atvikið átti sér stað í úthverfi Parísarborgar. AFP

Karlmaður, sem hafði verið handtekinn fyrir að ráðast á konu með dúkahníf, skaut tvo franska lögreglumenn á lögreglustöð í París í Frakklandi með þeim afleiðingum að þeir særðust alvarlega. 

Fram kemur í umfjöllun AFP-fréttaveitunnar að maðurinn hafi komist yfir skotvopn annars  lögreglumannsins. 

Atvikið átti sér stað á lögreglustöð í þrettánda hverfi borgarinnar um kl. 22.30 í gærkvöldi að staðartíma (kl. 20.30 að íslenskum tíma). Annar lögreglumannanna er í lífshættu. 

Lögreglustjóri Parísarborgar, Laurent Nunez, mætti á svæðið um miðnætti ásamt saksóknaranum, Laure Beccuau, til að kynna sér málið. 

Nunez sagði við fréttamenn að árásarmaðurinn hefði verið handtekinn um kl. 22 í gærkvöldi eftir að hafa ráðist á konu með dúkahníf. Hann sagði að árásin hefði verið hrottafull. 

Hann sagði enn fremur, að á meðan lögreglumennirnir hefðu verið að fara yfir hans mál á stöðinni, þá hefði manninum tekist að komast yfir skotvopn með fyrrgreindum afleiðingum. 

Lögreglumennirnir voru fluttir í skyndi á slysadeild. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert