Telur smyglara ekkert betri en hryðjuverkamenn

Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins.
Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins. AFP/Paul Ellis

Keir Star­mer, leiðtogi Verka­manna­flokks­ins í Bretlandi, tel­ur að stefna Ris­hi Sunak for­sæt­irsáðherra „að stöðva bát­ana“ sé brella sem beri hvorki með sér ár­ang­ur né fæl­ing­ar­mátt.

Þetta kom fram í ræðu Star­mer á fundi í breska hafn­ar­bæn­um Do­ver í dag. Sunak hef­ur ít­rekað stuðning sinn við brot­vís­un­ar­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar þrátt fyr­ir mót­mæli mann­rétt­inda­hópa og úr­sk­urða dóm­stóla. 

Meira en 8.000 ein­stak­ling­ar hafa farið yfir Erma­sundið frá Norður-Frakklandi á þessu ári og um 52.000 ein­stak­ling­ar búa í bráðabirgðahús­næði stjórn­valda í Bretlandi, að sögn Star­mer. Hann tel­ur að brott­vís­un­ar­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar tak­ist ekki á við vanda­málið og seg­ir að hún sé til þess fall­in að verða við ósk­um hægri manna sem eru á móti inn­flytj­end­um.

Hann bend­ir á að ein­ung­is nokk­ur hundruð ein­stak­ling­ar hafa verið flutt­ir úr landi þrátt fyr­ir 600 millj­óna punda kostnað. Það eru færri en sem nem­ur einu pró­senti af þeim sem koma yfir Erma­sundið á bát­um á ári hverju.

Star­mer seg­ist vilja skipta brott­vís­un­ar­áætl­un­inni út fyr­ir nýja stefnu þar sem að miðpunkt­ur­inn verður ný landa­mæra­ör­ygg­is­stjórn sem sér­fræðing­ar í inn­flytj­enda­mál­um og lög­gæslu, sem og breska leyniþjón­ust­an MI5 koma að. Hann tel­ur að hóp­ar sem smygla ein­stak­ling­um inn til lands­ins séu ekk­ert betri en hryðju­verka­menn og að þörf sé á harðari for­vörn­um til að tak­ast á við þá.

Hann sendi harðorð skila­boð til hóp­anna sem standa að smygli á ein­stak­ling­um til Bret­lands: „Við mun­um finna ykk­ur, við mun­um stoppa ykk­ur og við mun­um vernda fórn­ar­lömb ykk­ar [...] við mun­um tryggja landa­mæri Bret­lands“.

Forsætisráðherra Bretlands Rishi Sunak
For­sæt­is­ráðherra Bret­lands Ris­hi Sunak AFP/​Henry Nicholls
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert