Lauk atriði sínu með skilaboðum

Bambie Thug flutti lagið Doomsday Blues í kvöld við mikil …
Bambie Thug flutti lagið Doomsday Blues í kvöld við mikil fagnaðarlæti. AFP

Írski Eurovision-keppandinn Bambie Thug starði beint í myndavélina að loknu atriði sínu í kvöld og mælti: „Ástin mun ávallt sigrast á hatrinu.“ Í atriði háns er margt um andkristileg tákn. 

Bambie Ray Robinson, eða Bambie Thug, hafði þegar sent inn kvörtun til Eurovision vegna ummæla lýsanda á ísraelsku sjónvarpstöðinni Kan og sakað sjónvarpsstöðina um brot á reglum.

Ísraelski lýsandinn gerði m.a. athugasemd við kynseginleika Robinsons og sagði áhorfendum að það væri betra að líta undan þegar hán steig á svið þar sem djöfladýrkun væri meginþemað í atriði háns.

Ísraelska stöðin hafi brotið siðareglur

„Ég hef lagt fram margar kvartanir til EBU [Sambands evrópskra sjóvarpstöðva] vegna atvika sem ég hef upplifað í vikunni,“ sagði hán á Instagram í dag.

„Fyrr í dag staðfestu þeir fyrir framan aðra við sendinefnd mína að umsjónarmaður Kans hefði brotið siðareglur í undanúrslitum Eurovision,“ segir Bambie Thug.

Hán hefur opinberlega gert athugasemd við þátttöku Ísraels og þegar hán keppti í undanúrslitunum ætlaði hán að stíga á svið með „vopnahlé“ skrifaði á andlit sitt í fornum írskum rúnum. Háni var aftur á móti skipað að fjarlægja skilaboðin.

Bambie Thug var klætt transfánalitunum.
Bambie Thug var klætt transfánalitunum. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka