Minnst ellefu létust og tugir slösuðust þegar rúta með framhaldsskólanemendum í útskriftarferð olli umferðaslysi í Indónesíu í gær.
Fleiri en 60 nemendur og kennara voru í rútunni. Nemendurnir voru nýbúnir að fagna útskrift sinni og voru í skólaferðalagi þegar rútubílstjórinn missti skyndilega stjórn á rútunni. Níu nemendur létu lífið og einn kennari.
Einnig lést maður sem var á mótorhjóli. Til viðbótar slösuðust þrettán manns alvarlega, en 40 manns eru með minniháttar áverka.
Lögreglan rannsakar nú slysið, en grunur er um að bremsur rútunnar hafi bilað.