Átta eru látnir og átta eru alvarlega slasaðir eftir rútuslys í norðurhluta Flórída í Bandaríkjunum í dag.
Farþegarnir voru verkamenn á leið til vinnu en 53 voru í rútunni. 40 manns voru fluttir á nærliggjandi sjúkrahús, flestir með minniháttar meiðsli.
Rútan lenti í árekstri við vörubíl í Marion-sýslu norður af Orlando í Flórídaríki. Eftir áreksturinn fór rútan í gegnum girðingu og valt á hliðina.
Ökumaður vörubifreiðarinnar er meðal þeirra sem voru fluttir alvarlega slasaðir á sjúkrahús.