Georgía samþykkir umdeild fjölmiðlalög

Mótmælendur í Georgíu.
Mótmælendur í Georgíu. AFP/Vano Shlamov.

Georgíska þingið samþykkti í dag fjölmiðlalög sem kveða á um að fjölmiðlar sem sækja meira en 20% fjármagns síns frá erlendu ríki, verði að skilgreina sig sem fjölmiðil sem starfar í þágu erlends ríkis. 

Lögin eru umdeild og hefur þeim verið harðlega mótmælt í Georgíu. 

Svipuð lög hafa verið í gildi í Rússlandi síðan árið 2012. Mótmælendur hafa gagnrýnt það að taka upp rússnesk lög og hafa mótmælendur sagt að með því að samþykkja lögin sé verið að færa sig nær gömlu Sovétríkjunum.

Í Tbilisí, höfuðborg Georgíu, komu saman um 100.000 mótmælendur saman til að mótmæla lögunum á laugardag. Þetta eru stærstu mótmæli síðari ára í Georgíu.

Forseti Georgíu, Salome Zurabishvili, hefur sagt að hún muni ekki samþykja lögin. Það mun þó ólíklega koma í veg fyrir að lögin gangi í gegn þar sem stjórnarflokkurinn, Georgíski draumurinn, hefur nægan þingmeirihluta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka