Handtekinn eftir að átta verkamenn létust í umferðarslysi

Átta fórust í slysinu.
Átta fórust í slysinu. Mynd/twitter

Ökumaður hefur verið handtekinn vegna slyss sem varð átta manns að bana í norðurhluta Flórída í Bandaríkjunum í dag.

Hinn 41 árs gamli Bryan Maclean Howard á yfir höfði sér átta ákærur fyrir manndráp af gáleysi við akstur undir áhrifum.

Howard ók vörubifreið utan í rútu með þeim afleiðingum að hún fór í gegnum girðingu og valt á hliðina. Um borð voru 53 verkamenn á leið til vinnu. Átta þeirra létust og átta slösuðust alvarlega.

Þá voru 38 fluttir á sjúkrahús með minniháttar meiðsli. Howard var á meðal þeirra en ökumaður rútubifreiðarinnar var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert