Ástand Ficos stöðugt en „mjög alvarlegt“

F.D. Roosevelt-háskólajúkrahúsið þar sem Fico liggur þungt haldinn eftir árásina.
F.D. Roosevelt-háskólajúkrahúsið þar sem Fico liggur þungt haldinn eftir árásina. AFP

Ástand Roberts Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, er stöðugt en samt sem áður enn „mjög alvarlegt”, að sögn varaforsætisráðherra landsins.

Fico var sýnt banatilræði í gær og er 71 árs gamall rithöfundur grunaður um verknaðinn.

Byssumaðurinn handsamaður í gær.
Byssumaðurinn handsamaður í gær. AFP

„Í nótt tókst læknum að gera ástand sjúklingsins stöðugt,” sagði Robert Kalinak, sem einnig starfar sem varnarmálaráðherra.

„Því miður er ástand hans enn mjög alvarlegt vegna þess að meiðslin sem hann varð fyrir eru flókin.”

Robert Kalinak ræðir við fjölmiðla.
Robert Kalinak ræðir við fjölmiðla. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert