Voru í pásu þegar hryðjuverkamaðurinn gekk inn

Lögreglumennirnir sem voru á vakt þegar hryðjuverkaárásin átti sér stað …
Lögreglumennirnir sem voru á vakt þegar hryðjuverkaárásin átti sér stað höfðu brugðið sér frá til að fá sér kebab. AFP

Tveir breskir lögreglumenn hafa fengið loka viðvörun frá yfirmönnum sínum eftir þeir fóru að fá sér kebab á vakt sama kvöld og hryðjuverkaárásin í Manchester átti sér stað.

BBC greinir frá og segir að rannsókn sem gerð var árið 2022, á hryðjuverkaárásinni á tónleikum bandarísku söngkonunnar Ariönu Grande árið 2017, sýni að lögreglumennirnir Jessica Bullough og Mark Renshaw hafi verið í pásu í rúmar tvær klukkustundir þetta kvöld. 

Leiddi það af sér að enginn var að gæta svæðisins fyrir utan Manchester Arena-tónleikahöllina þegar Salman Abedi gekk inn í anddyrið.

Abedi varð sér og 22 öðrum að bana það kvöld með sjálfsvígssprengju eftir tónleikana.

Fóru ekki eftir fyrirmælum

Fimm lögreglumenn voru á vakt það kvöld og í skýrslu John Saunders, fyrrverandi hæstaréttadómara, segir hann lögreglumennina alla hafa gert veruleg mistök þar sem þeir fóru ekki eftir fyrirmælum.

Sjálfstæð stofnun sem rannsakar aðgerðir lögreglu segir að Bullough og Renshaw ætti að vera refsað bæði fyrir tímasetningu og lengd pásunnar sem þau tóku og að fara ekki eftir fyrirmælum yfirmanns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert