Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, er sagður vera á batavegi eftir morðtilræði í síðustu viku. Hann er sagður ekki vera lengur í lífshættu, en að hann þurfi talsverða aðhlynningu.
Fico hefur verið á spítala síðan á miðvikudaginn eftir að fjögur byssuskot hæfðu forsætisráðherrann. Árásarmaðurinn er talinn vera Juraj Cintula, skáld á áttræðisaldri, sem er í haldi lögreglu.
„Hann er ekki lengur í lífshættu, en ástand hans er enn alvarlegt og hann þarf á mikilli aðhlynningu að halda,“ sagði staðgengill Fico í embætti forsætisráðherra, Robert Kalinak.
„Við teljum ástand hans stöðugt og horfur jákvæðar,“ sagði hann enn fremur og bætti við:
„Við erum öll mun rólegri núna.“
Kalinak sagði að Fico yrði áfram á Banska Bystrica sjúkrahúsinu.