Tíu létust í árásum í Karkív-héraði

Rúss­nesk­ar her­sveit­ir hófu óvænta árás á Karkív-hérað 10. maí sem …
Rúss­nesk­ar her­sveit­ir hófu óvænta árás á Karkív-hérað 10. maí sem hef­ur skilað þeim mestu land­vinn­ing­um í Úkraínu í eitt og hálft ár. AFP/Roman Pilipey

Að minnsta kosti tíu létust í árásum Rússa í Karkív-héraði í Úkraínu í dag. 

Rúss­nesk­ar her­sveit­ir hófu óvænta árás á héraðið 10. maí sem hef­ur skilað þeim mestu land­vinn­ing­um í Úkraínu í eitt og hálft ár.

Tvær árásir voru gerðar í dag þar sem fimm létust í hvorri. 

Sú fyrri varð nærri Karkív-borg. Á meðal látinna eru átta ára barn og barnshafandi kona. 16 særðust í þeirri árás, á meðal þeirra voru lögreglumaður og sjúkraflutningamaður. 

Stuttu síðar létust fimm og níu særðust í árás á bæina Novoosynove og Kivsharivka. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert