Heitir því að vernda lýðræði Taívan

Nýkjörinn forseti Taívan, Lai Ching-te, hét því í dag að verja lýðræði eyjunnar sem stafar ógn af nágranna sínum til vesturs, Kína. Yfirvöld í Kína hafa fordæmt Lai sem „stórhættulegan aðskilnaðarsinna“ og sögðu „sjálfstæði eyjunnar leiða til einskis“.

Lai ávarpaði fjöldann við innsetningu sína í embætti forseta og sagði jákvæðar horfur í lýðræðissögu Taívan framundan og hét því að vernda lýðræði eyjunnar. 

Hvetur til friðar

„Frammi fyrir fjölda ógna frá Kína, þurfum við að sýna fram á að við getum varið þjóð okkar. Við þurfum að efla vitund almennings um þjóðaröryggi og styrkja lagalegar forsendur okkar til sjálfsvarna,“ sagði Lai. 

Lai hvatti einnig yfirvöld í Kína til þess að vinna með Taívan að því að viðhalda friði og stöðugleika í heiminum. Þannig hvatti hann yfirvöld í Kína til þess að taka samtalið frekar en að eggja til átaka og hvatti þau til að endurreisa ferðamannaiðnaðinn á milli landanna tveggja og að leyfa kínverskum nemendum að stunda nám í Taívan. 

Klukkustundum eftir ræðu Lai sögðu yfirvöld í Kína „sjálfstæði eyjunnar leiða til einskis“.

Nýkjörinn forseti Taívan segir jákvæðar horfur í lýðræðissögu landsins.
Nýkjörinn forseti Taívan segir jákvæðar horfur í lýðræðissögu landsins. AFP/Sam Yeh
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert