„Söguleg óvirðing sem gleymist aldrei“

Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els.
Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els. AFP

Ísra­els­menn hafa harðlega gagn­rýnt Alþjóðlegi saka­mála­dóm­stóll­inn (ICC) fyr­ir að fara fram á hand­töku­skip­an­ir á hend­ur Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, og Yoav Gall­ant, varn­ar­málaráðherra Ísra­els. Þeir segja að um „sögu­lega óvirðingu“ sé að ræða.

Karim Khan, sak­sókn­ari við dóm­stól­inn, óskaði þess að hand­töku­skip­an­ir yrðu gefn­ar út, en einnig er farið fram á skip­an­ir á hend­ur hátt­settra leiðtoga inn­an hryðju­verka­sam­tak­anna Ham­as. 

Isra­el Katz, ut­an­rík­is­ráðherra Ísra­els, sagði að Khan hefði nefnt á nafn for­sæt­is­ráðherr­ann og varn­ar­málaráðherr­ann í sama „and­ar­drætti og nas­ista skrímsli Ham­as – sögu­leg óvirðing sem gleym­ist aldrei“. 

Israel Katz utanríkisráðherra Ísraels.
Isra­el Katz ut­an­rík­is­ráðherra Ísra­els. AFP/​Ahmad Ghara­bli

Khan greindi frá því að Net­anja­hú og Gall­ant væru meðal ann­ars sakaðir um „mann­dráp af ásetn­ingi, út­rým­ingu og hung­urs­neyð“.

Sér­stök nefnd stofnuð

Katz sagði að ákvörðunin væri mikið hneyksli sem jafn­gilti „árás á fórn­ar­lömb hryðju­verk­anna 7. októ­ber“.

Þá bætti hann við að stofnuð yrði sér­stök nefnd til þess að berj­ast gegn hand­töku­skip­un­un­um. 

Katz ætl­ar að ræða við þjóðarleiðtoga heims og sann­færa þá um að for­dæma aðgerðir Khan og koma í veg fyr­ir þær. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert