„Söguleg óvirðing sem gleymist aldrei“

Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els.
Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els. AFP

Ísraelsmenn hafa harðlega gagnrýnt Alþjóðlegi saka­mála­dóm­stóll­inn (ICC) fyrir að fara fram á hand­töku­skip­an­ir á hend­ur Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, og Yoav Gall­ant, varn­ar­málaráðherra Ísra­els. Þeir segja að um „sögulega óvirðingu“ sé að ræða.

Karim Khan, sak­sókn­ari við dóm­stól­inn, óskaði þess að hand­töku­skip­an­ir yrðu gefn­ar út, en einnig er farið fram á skipanir á hendur háttsettra leiðtoga innan hryðjuverkasamtakanna Hamas. 

Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels, sagði að Khan hefði nefnt á nafn forsætisráðherrann og varnarmálaráðherrann í sama „andardrætti og nasista skrímsli Hamas – söguleg óvirðing sem gleymist aldrei“. 

Israel Katz utanríkisráðherra Ísraels.
Israel Katz utanríkisráðherra Ísraels. AFP/Ahmad Gharabli

Khan greindi frá því að Netanjahú og Gallant væru meðal annars sakaðir um „manndráp af ásetningi, útrýmingu og hungursneyð“.

Sérstök nefnd stofnuð

Katz sagði að ákvörðunin væri mikið hneyksli sem jafngilti „árás á fórnarlömb hryðjuverkanna 7. október“.

Þá bætti hann við að stofnuð yrði sérstök nefnd til þess að berjast gegn handtökuskipununum. 

Katz ætlar að ræða við þjóðarleiðtoga heims og sannfæra þá um að fordæma aðgerðir Khan og koma í veg fyrir þær. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert