Kalla sendiherra heim frá Noregi og Írlandi

Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels.
Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels. AFP/Ahmad Gharabli

Ísra­el­ar hafa kallað sendi­herra sína heim frá Nor­egi og Írlandi vegna ákvörðunar ríkj­anna um að viður­kenna sjálf­stæði Palestínu.

„Í dag sendi ég sterk skila­boð til Írlands og Nor­egs. Ísra­el mun ekki sitja und­ir þessu þegj­andi og hljóðlaust. Ég hef fyr­ir­skipað að sendi­herr­ar Ísra­els skuli snúa til baka til Ísra­els frá Dublin og Ósló þar sem mál­in verða rædd frek­ar í Jerúsalem,” sagði Isra­el Katz, ut­an­rík­is­ráðherra Ísra­els, í til­kynn­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert