Spánverjar viðurkenna sjálfstæði Palestínu

Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar.
Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar. AFP

Pedro Sanchez, for­sæt­is­ráðherra Spán­ar, greindi frá því á spænska þing­inu í morg­un að spænsk stjórn­völd hafi tekið þá ákvörðun að viður­kenna sjálf­stæði Palestínu frá og með 28. maí.

„Næsta þriðju­dag, 28. maí, mun rík­is­stjórn Spán­ar samþykkja viður­kenn­ingu á palestínska rík­inu,“ sagði Sanchez þegar hann ávarpaði spænska þingið í morg­un.

Sanchez bætti því við að ísra­elski starfs­bróðir hans, Benja­mín Net­anja­hú, væri að setja tveggja ríkja lausn­ina í hættu með stefnu sinni um eyðilegg­ingu á Gasa.

„Það er afar mik­il­vægt að Ísra­el og Palestína semji um frið og það er ástæða þess að við viður­kenn­um sjálf­stæði Palestínu,“ sagði spænski for­sæt­is­ráðherr­ann enn­frem­ur.

Fyrr í morg­un til­kynnti Jon­as Gahr Støre, for­sæt­is­ráðherra Norðmanna, að Norðmenn ætli að viður­kenna sjálf­stæði Palestínu frá og með 28. maí og Írar hafa gert slíkt hið sama. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert