Her Taívans bregst við heræfingum Kínverja

Herþota frá Taívan við það að lenda í morgun.
Herþota frá Taívan við það að lenda í morgun. AFP/Yashuyoshi Chiba

Fjórar herþotur tóku á loft frá herstöð í Taívan í morgun vegna heræfinga Kínverja í Taívan-sundi. Hersveitir frá sjó-, flug- og landher eyjarinnar voru jafnframt kallaðar út.

Kínverjar segja heræfingarnar vera refsingu vegna „aðskilnaðartilburða” Taívans.

Síðastliðinn mánudag sagði nýr forseti Taívans, Lai Ching-te, þegar hann sór embættiseið að jákvæðar horfur væru í lýðræðissögu eyjarinnar og hét hann því að verja lýðræði hennar.

Tvær herþotur á herstöð í norðurhluta Taívans. .
Tvær herþotur á herstöð í norðurhluta Taívans. . AFP/Yashuyoshi Chiba

Kínverjar, sem segja Taívan vera hluta af þeirra landsvæði, hafa gagnrýnt ummæli forsetans og segja hana segja þau vera „viðurkenningu sjálfstæðis”.

Heræfingar Kínverja hófust laust fyrir miðnætti og fara bæði fram í Taívan-sundi og norður-, suður-, og austur af Taívan.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert