Íslendingurinn enn á sjúkrahúsi í Taílandi

Samitivej Srinakarin sjúkrahúsið í Bangkok.
Samitivej Srinakarin sjúkrahúsið í Bangkok. AFP

Íslendingurinn, sem slasaðist um borð í flugi Singapore Airlines á þriðjudaginn þegar flugvélin lenti í mikilli ókyrrð, er enn á sjúkrahúsi í Bangkok í Taílandi.

Þetta kemur fram í færslu Samitivej Srinakarin sjúkrahússins í Bangkok á samfélagsmiðlinum Facebook í dag.

Rúv greindi fyrst frá.

Þar kemur fram að 48 manns séu enn á sjúkrahúsi og þar af eru 34 á Samitivej Srinakarin sjúkrahúsinu en einn lést og 104 slösuðust þegar vélin hrapaði nærri tvo kílómetra á fáeinum mínútum. 211 farþegar voru um borð í vélinni og 18 manna áhöfn. Flugvélin var á leið frá London til Singapúr en þurfti að nauðlenda í Bangkok.

Yfirmaður sjúkrahússins sagði í gær að 22 af þeim sem voru fluttir á sjúkrahús hafi hlotið höfuðkúpu-, heila og mænuskaða.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert