Að minnsta kosti 30 manns létu lífið og tugir slösuðust í loftárás Ísraelshers á borgina Rafha í suðurhluta Gasa í dag.
Palestínski Rauði hálfmáninn segir að ísraelski herinn hafi gert árás á afmarkað mannúðarsvæði þar sem flóttafólk dvelur í tjöldum og hafi tugir manna fallið í valinn og margir séu særðir.
Í morgun skutu Hamas hryðjuverkasamtökin átta eldflaugum á ísraelsku borgina Tel Avív en þeim var skotið frá Rafah í suðurhluta Gasa.
Í yfirlýsingu frá ísraelska hernum seinni partinn í dag segir að flugher hans hefði gert árásir á Rafah til að bregðast við árásinni í morgun.