Hryðjuverkasamtökin Hamas hafa skotið eldflaugum á ísraelsku borgina Tel Avív. Viðvörunarflautur heyrast í borginni í fyrsta sinn í marga mánuði.
Ísraelsher greinir frá því að að minnsta kosti átta eldflaugum hafi verið skotið frá borginni Rafah í suðurhluta Gasa.
Fréttaritari AFP á Gasa segist hafa séð eldflaugarnar fara frá Rafha og að ísraelskar loftvarnir hafi skotið einhverjar niður.
Hamas hefur staðfest að árás hafi verið gerð.
Í færslu á Telegram sagði að árásin á borgina hefði verið gerð sem svar við „fjöldamorðum síonista á almennum borgurum“.
🔴A barrage of rockets was launched from Rafah toward central Israel moments ago.
— Israel Defense Forces (@IDF) May 26, 2024
Humanitarian aid has been going into Gaza through the Kerem Shalom Crossing this morning, and now rockets are being fired at central Israel.
This is what it looked like from the Rafah Crossing: pic.twitter.com/wmQyVL4NKK
Fréttin hefur verið uppfærð.