Sex nýburar létust í bruna á sjúkrahúsi

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. AFP

Sex nýburar létust í eldsvoða á barnaspítala í Delí, höfuðborg Indlands, í gærkvöldi. 

„Öllum tólf nýburum sjúkrahússins var bjargað með hjálp annarra,“ sagði Surendra Choudhary yfirlögregluþjónn í yfirlýsingu og bætti við að er börnin komust undir læknishendur voru sex látin. 

Eigandi sjúkrahússins hefur verið kærður. 

Choudhary greindi ekki nánar frá dánarorsökum barnanna, en hann sagði að eitt barn til viðbótar hefði þegar verið látið áður en eldurinn braust út. 

Sprenging í súrefniskút 

Atul Garg slökkviliðsstjóri greindi indverskum fjölmiðlum frá því að 14 dælubílar hefðu sinnt útkallinu. 

Þá sagði hann að eldurinn hefði brotist hratt út vegna sprengingar í súrefniskút. 

Í gærkvöldi braust einnig út eldur í skemmtigarði í vesturhluta Indlands þar sem að minnsta kosti 27 létust, þar á meðal voru fjögur börn yngri en tólf ára. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka