Guterres fordæmir árás Ísraels

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. AFP

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fordæmir árás Ísraelshers á Rafah í suðurhluta Gasa fyrr í dag.

Að minnsta kosti 45 manns létu lífið og 249 slösuðust eft­ir loft­árás­ina, en palestínski Rauði hálf­mán­inn sagði ísraelska herinn hafa ráðist á af­markað mannúðarsvæði þar sem flótta­fólk dvaldi í tjöld­um.

„Það er enginn öruggur staður í Gasa. Þessi hryllingur verður að hætta,“ bætti Guterres við í færslu á samfélagsmiðlum í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert