Íbúum skipað inn fyrir dyr vegna eldflaugar

Eldflaug tekur á loft í Norður-Kóreu fyrr í mánuðinum. Mynd …
Eldflaug tekur á loft í Norður-Kóreu fyrr í mánuðinum. Mynd gefin út af norðurkóreskum yfirvöldum. AFP

Yfirvöld í Japan gáfu út viðvörun og hvöttu íbúa til að halda sig innandyra nú fyrir stundu, eftir að vart varð við eldflaugaskot frá Norður-Kóreu.

Búist var við því að eldflaugin færi yfir landið en nú virðist sem svo að hún hafi sprungið í loftinu áður en hún náði að landi, að því er japanski ríkismiðillinn NHK greinir frá.

Suðurkóreski herinn segir nágrannaríkið í norðri hafa skotið á loft „óþekktu skeyti“, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að stjórnvöld í Pjongjang upplýstu Japani um að þau hygðust brátt skjóta á loft öðrum njósnagervihnetti.

Þríhliða fundi Suður-Kóreu, Kína og Japans lauk í dag, en fundurinn var sá fyrsti sinnar tegundar frá árinu 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert