Kanada blöskrar vegna loftárásar Ísraelshers

Frá flóttamannabúðum í Rafah. Eldflaugunum var skotið frá borginni.
Frá flóttamannabúðum í Rafah. Eldflaugunum var skotið frá borginni. AFP

Kanada blöskrar vegna loftárásar Ísraelshers á flóttamannabúðir í Rafah sem hefur valdið dauða óbreyttra Palestínskra borgara, segir Melanie Joly utanríkisráðherra Kanada, í færslu á samfélagsmiðlum.

Hún segir að myndir af ástandinu á Rafah séu hræðilegar og brjóti í henni hjartað. 

Í ræðu sinni á kanadíska þinginu sagði hún að manndráp á saklausum borgurum séu óviðunandi og að þjáningar mannsins séu skelfilegar. Af þeim ástæðum þurfi vopnahlé strax.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert