Skipa ræðismanninum að hætta þjónustu við Palestínumenn

Forsætisráðherra Spánar tilkynnti á dögunum að Spánverjar myndu viðurkenna sjálfstæði …
Forsætisráðherra Spánar tilkynnti á dögunum að Spánverjar myndu viðurkenna sjálfstæði Palestínu. AFP/Thomas Coex

Utanríkisráðuneyti Ísraels hefur skipað spænska ræðismanninum í Jerúsalem að hætta að þjónusta Palestínumenn frá 1. júní. 

Tilskipunin kemur í kjölfar þess að Spánverjar viðurkenndu sjálfstæði Palestínu á dögunum.

Í yfirlýsingu frá Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraela, sagði hann Ísraelsmenn ekki munu líða ógnir við sjálfstæði og öryggi Ísraelsríkis.

Erindrekar kallaðir heim

Spánn, Írland og Noregur tilkynntu í síðustu viku ákvörðun sína um að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Hingað til höfðu Ísland og Svíþjóð verið einu ríkin í Vestur-Evrópu til að gera slíkt.

Í kjölfarið voru erindrekar Ísraelsríkis í Noregi, á Írlandi og Spáni kallaðir heim. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert