Lýsa þungum áhyggjum af hernaði í Rafah

Frá Rafah.
Frá Rafah. AFP/Eyad Baba

Kínversk stjórnvöld lýsa þungum áhyggjum af hernaði Ísraela í Rafah í kjölfar þess að á fimmta tug létust þegar eldur kviknaði í flóttamannabúðum vegna árásar Ísraelshers.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur boðað til neyðarfundar vegna hernaðaraðgerða Ísraelshers í dag.

Árásin hefur vakið hörð viðbrögð alþjóðasamfélagsins. Hafa margir kallað árásina fjöldamorð. Stjórnvöld í Ísrael segja að um hörmulegt slys hafi verið að ræða.

Ísraelar stöðvi árásir sínar

Kína „lýsir yfir þungum áhyggjum af yfirstandandi hernaðaraðgerðum í Rafah,“ sagði Mao Ning, talsamaður kínverska utanríkisráðuneytisins.

Hvetja kínversk stjórnvöld til þess að innviðum og almennum borgurum sé hlíft. Þá hvetja þau Ísrael til að hlusta á alþjóðasamfélagið og stöðva árásir sínar á Rafah.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert