Sprengjur dynja á vesturhluta Rafah

Reykjarmekkir stíga upp af Rafah-borg að morgni þessa þriðjudags, 28. …
Reykjarmekkir stíga upp af Rafah-borg að morgni þessa þriðjudags, 28. maí, eftir loftárásir Ísraela. AFP

Miklar sprengju- og skotárásir dynja nú á vesturhluta Rafah-borgar. Um er að ræða hörðustu aðgerðir Ísraela síðan hernaðaraðgerðirnar þar hófust í byrjun maí. 

Sjónarvottar segja ísraelska skriðdreka nú hafa náð yfirráðum á Zoroub-hæð, sem er mikilvæg að því leyti að um er að ræða svæði með útsýni yfir landamæri Palestínu og Egyptalands.

Hundruð fjölskyldna hafa þurft að flýja 

Ísraelski herinn hefur aukið hernaðaraðgerðir sínar í vestri og embættismenn á svæðinu segja minnst 16 hafa verið drepna á einni nóttu, án þess þó að það hafi verið staðfest af heilbrigðisráðuneytinu. 

Loftárásirnar hafa neytt hundruð fjölskyldna til að flýja á nærliggjandi sjúkrahús og á sama tíma eiga björgunarsveitir í erfiðleikum með að komast að nýlega sprengdu svæði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert