Sendu loftbelgi fulla af rusli og dýraskít

Rusl og úrgangur úr norðurkóreskum loftbelg á götum Suður-Kóreu.
Rusl og úrgangur úr norðurkóreskum loftbelg á götum Suður-Kóreu. AFP

Norðurkóreskir loftbelgir hafa undanfarið ratað ítrekað inn í suðurkóreska lofthelgi, að sögn yfirvalda og fjölmiðla þar í landi.

Fréttastofa AFP hefur eftir þarlendum miðlum að belgirnir hafi margir innihaldið rusl, klósettpappír, dýraskít og annan úrgang.

Yfirmenn suðurkóreska hersins hafa beðið íbúa um að halda sig frá belgjunum og segja þeir aðgerðir yfirvalda í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, skýrt brot á alþjóðalögum.

AFP

Belgjasendingar sem þessar eru þó ekki nýjar af nálinni, en bæði ríki hafa um langt skeið stundað athæfið.

Áróðursbelgir frá suðurkóreskum aðgerðasinnum hafa þó lengi verið stjórnvöldum í norðri sérstaklega til ama og hafa Norður-Kóreumenn því heitið því í refsingarskyni að svara fyrir sig með því að þekja svæði við landamæri Suður-Kóreu með rusli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert