Telja dautt villisvín vera hatursglæp

Lögregluyfirvöld telja atvikið beinast gegn minnihlutahópum.
Lögregluyfirvöld telja atvikið beinast gegn minnihlutahópum. AFP

Lögregluyfirvöld rannsaka nú atvik sem hatursglæp, eftir að dauðu villisvíni var komið fyrir við bænahús múslima í bænum Skovde í suðurhluta Svíþjóðar. 

Lögreglan lítur á málið sem áreiti í garð minnihlutahópa, en hún telur þó hugsanlegt að það eigi sér aðrar skýringar.

Einstaklingurinn sem stóð fyrir verknaðinum er enn ófundinn en atvikið náðist á öryggismyndavélar. Talsmaður bænahússins sagði í samtali við AFP að engar frekari hótanir hefðu borist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert