Lögregluyfirvöld rannsaka nú atvik sem hatursglæp, eftir að dauðu villisvíni var komið fyrir við bænahús múslima í bænum Skovde í suðurhluta Svíþjóðar.
Lögreglan lítur á málið sem áreiti í garð minnihlutahópa, en hún telur þó hugsanlegt að það eigi sér aðrar skýringar.
Einstaklingurinn sem stóð fyrir verknaðinum er enn ófundinn en atvikið náðist á öryggismyndavélar. Talsmaður bænahússins sagði í samtali við AFP að engar frekari hótanir hefðu borist.