Bendir til þess að Afríski þjóðarflokkurinn missi meirihluta

Atkvæði talin í Suður-Afríku.
Atkvæði talin í Suður-Afríku. AFP/Gianluigi Guercia

Fyrstu tölur þingkosninga í Suður-Afríku benda til þess að Afríski þjóðarflokkurinn muni missa meirihluta sinn í fyrsta skipti síðan Nelson Mandela leiddi flokkinn til sigurs þegar aðskilnaðarstefnan var lögð af árið 1994.

Af fyrstu tölum má sjá að Afríski þjóðarflokkurinn er með 43% atkvæða, þar á eftir kemur Lýðræðisfylkingin með 25%, Efnahagsfrelsisbaráttumennirnir með 9% og flokkur fyrrverandi forseta Suður-Afríku, Jacob Zuma, sem ber heitið uMkhonto we Sizwe er með um 8% atkvæða.

Búist er við lokaniðurstöðum kosninganna um helgina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert