„Ég er mjög saklaus maður“

Trump ásamt lögmanni sínum, Todd Blanche, að loknum réttarhöldum.
Trump ásamt lögmanni sínum, Todd Blanche, að loknum réttarhöldum. AFP/Getty/Michael M. Santiago

Donald Trump áréttaði sakleysi sitt þegar hann talaði stuttlega við blaðamenn í kjölfar þess að hann var dæmdur sekur í 34 ákæruliðum vegna falsaðra viðskiptaskjala og greiðslna til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels.

Hann sagði réttarhöldin hafa verið til háborinnar skammar og að þeim hafi verið hagrætt gegn sér. Þá kallaði hann dómarann í málinu spilltan. Dómsuppkvaðning í málinu mun fara fram þann 11. júlí næstkomandi.

Kennir Biden um 

„Sanni úrskurðurinn verður ljós 5. nóvember og kemur frá almenningi og þau vita hvað gerðist hér, allir vita hvað gerðist hér. Saksóknarinn er studdur af Soros og við gerðum ekkert af okkur, ég er mjög saklaus maður. Þetta er allt í lagi, ég er að berjast fyrir landið okkar, ég er að berjast fyrir stjórnarskránna,“ sagði Trump við blaðamenn. 

„Landinu okkar öllu hefur verið hagrætt, þetta var gert af Biden stjórninni til þess að særa pólitískan andstæðing og mér finnst þetta til háborinnar skammar. Við höldum áfram að berjast, við berjumst til endaloka og við munum vinna.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert