Tölvuþrjótar handteknir í stórri aðgerð Europol

Aðgerð Europol miðaði að því að stöðva dreifingu spilliforrita.
Aðgerð Europol miðaði að því að stöðva dreifingu spilliforrita. Ljósmynd/Colourbox

Fjórir voru handteknir og yfir 100 netþjónar stöðvaðir eða starfsemi þeirra trufluð í aðgerð Europol í vikunni.

Aðgerðin snerist um að stöðva kerfi svokallaðra botta sem nýttir eru til að dreifa spilliforritum. Samkvæmt Europol var um að ræða umfagsmestu aðgerð af þessu tagi hingað til. 

Lögregluyfirvöld í Frakklandi, Hollandi og Þýskalandi stjórnuðu aðgerðinni, sem kallaðist Operation endgame, sem á íslensku mætti þýða sem Endataflsaðgerðin. 

Fram hefur komið að frönskum yfirvöldum var í mun að ljúka henni áður en Ólympíuleikarnir í París verða haldnir síðar í sumar.

Höfuðstöðvar Europol.
Höfuðstöðvar Europol. AFP

Einn var handekinn í Rúmeníu og þrír í Úkraínu í tengslum við aðgerðina en auk þeirra liggja átta undir grun og hefur þeim verið bætt á lista Europol yfir eftirlýstustu menn Evrópu.

Kostuðu fórnarlömbin milljarða króna

Að sögn hollenska lögregluyfirvalda hafa tölvuárásir hinna grunuðu kostað fórnalömb, sem aðallega eru fyrirtæki og opinberar stofnanir, mörg hundruð milljónir evra sem jafngildir milljörðum íslenskra króna. Sömuleiðis taka hollensk yfirvöld fram að árásirnar hafa haft áhrif á milljónir manna.

Í tilkynningu Europol er sagt að einn hinna grunuðu hafi grætt að minnsta kosti 69 milljónir evra, sem jafngildir um 10 milljörðum íslenskra króna, vegna útleigu á glæpsamlegum hugbúnaði sem nýttur er til að dreifa spilliforritum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert