Trump fundinn sekur í öllum ákæruliðum

Trump á leið úr réttarsal, að blaðamönnum, eftir að úrskurðurinn …
Trump á leið úr réttarsal, að blaðamönnum, eftir að úrskurðurinn varð ljós. AFP

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og líklegur forsetaframbjóðandi Repúblikana hefur verið dæmdur sekur í 34 ákæruliðum af 34 í máli tengdu fölsuðum viðskiptaskjölum og greiðslum til klám­mynda­leik­kon­unn­ar Stor­my Daniels. 

Niðurstaða kviðdómsins í málinu var kynnt rétt í þessu. 

New York Times greinir frá. 

Trump var sakaður um að hafa falsað reikn­inga og önn­ur gögn í tengsl­um við greiðslur til Daniels. Trump og Daniels eiga að hafa átt sam­neyti árið 2006. Fyrsta greiðsla Trumps til að þagga niður í Daniels um sam­neyti þeirra barst árið 2016, fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar í Banda­ríkj­un­um. Meira en 20 manns báru vitni í málinu. 

Sumir mættu tilbúnir fyrir utan dómstóla í New York borg.
Sumir mættu tilbúnir fyrir utan dómstóla í New York borg. AFP

Þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem fyrrverandi forseti Bandaríkjanna telst sem dæmdur afbrotamaður.

Samkvæmt Reuters óskaði lögmaður Trump eftir því að fallið yrði frá úrskurðinum vegna þess að hann byggðist á óáreiðanlegum vitnisburði, þeirri beiðni var þó hafnað. 

Dómsuppkvaðning í máli Trump verður þann 11. júlí næstkomandi, tæpum fjórum mánuðum áður en bandarísku forsetakosningarnar fara fram, þann 5. nóvember. 

Trump gæti hlotið allt að fjögurra ára fangelsisdóm en búist er við því að hann muni áfrýja. 

Fréttin var uppfærð klukkan 21:37.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert