Biden segir Ísrael vilja vopnahlé

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna.
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AFP

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir Ísrael hafa lagt fram nýja tillögu að varanlegu vopnahléi og friði á Gasasvæðinu og hefur biðlað til Hamas að samþykkja tillöguna til að binda enda á átökin.

„Ísrael hefur lagt fram nýja tillögu. Hún er vegvísir að varanlegu vopnahléi og lausn allra gísla,“ sagði Biden á ávarpi sínu í Hvíta húsinu fyrr í dag.

Biden segir framtíð stríðsins vera núna í höndum Hamas. Hann segir að ef tillagan verði samþykkt mun Ísraelsher yfirgefa Gasasvæðið á meðan viðræður um varanlegt vopnahlé ættu sér stað. Að auki kemur fram í tillögunni að bæði Ísraelsher og Hamas verði að sleppa öllum gíslum á meðan viðræður eiga sér stað.

„Svo lengi sem Hamas stendur við sínar skuldbindingar mun tímabundið vopnahlé verða að veruleika á meðan viðræður um varanlega endingu á átökunum ættu sér stað.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert