Hamas taka vel í nýja tillögu

Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas.
Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas. AFP

Ham­as-sam­tök­in hafa tekið jákvætt í tillögu Ísraelshers á varanlegu vopnahléi á Gasasvæðinu.

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hafði kynnt tillögu Ísraels að vegvísi í átt að varanlegu vopnahléi á Gasasvæðinu í Hvíta húsinu fyrr í dag. 

Tillagan gerir ráð fyrir sex vikna vopnahléi og í fyrsta skrefi ætlar Ísraelsher að sleppa fjölda gísla, þar með talið konum, öldruðum og særðum í skiptum fyrir hundruð gísla Hamas.

Á meðan tímabundið vopnahlé stæði yfir myndu Ísrael og Hamas hefja viðræður á varanlegu vopnahléi.

Í kjölfar ávarps Joe Biden kvaðst Benja­mín Net­anja­hú, forsætisráðherra Ísrael, að ísraelski herinn myndi halda áhlaupum sínum áfram þar til að búa væri að útrýma getu Hamas til að hafa stjórn Gasasvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert