Hamas-samtökin hafa tekið jákvætt í tillögu Ísraelshers á varanlegu vopnahléi á Gasasvæðinu.
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hafði kynnt tillögu Ísraels að vegvísi í átt að varanlegu vopnahléi á Gasasvæðinu í Hvíta húsinu fyrr í dag.
Tillagan gerir ráð fyrir sex vikna vopnahléi og í fyrsta skrefi ætlar Ísraelsher að sleppa fjölda gísla, þar með talið konum, öldruðum og særðum í skiptum fyrir hundruð gísla Hamas.
Á meðan tímabundið vopnahlé stæði yfir myndu Ísrael og Hamas hefja viðræður á varanlegu vopnahléi.
Í kjölfar ávarps Joe Biden kvaðst Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, að ísraelski herinn myndi halda áhlaupum sínum áfram þar til að búa væri að útrýma getu Hamas til að hafa stjórn Gasasvæðinu.