Mikill viðbúnaður er í Stokkhólmi í dag þar sem Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, mun taka þátt í leiðtogafundi Norðurlandanna. Búið er að loka af götur við forsætisráðuneytið.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tekur þátt í fundinum ásamt Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Alexander Stubb, forseta Finnlands, Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, og Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Blaðamaður mbl.is er staddur í borginni og mun sækja blaðamannafund sem haldinn verður að leiðtogafundinum loknum.